Eldur kviknaði í potti á eldavél í íbúð á níundu hæð við Austurbrún 6 í Reykjavík á fjórða tímanum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.
Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var á vettvangi, lið frá tveimur slökkvistöðum var sent á staðinn auk tveggja sjúkrabíla. Húsnæðið er búsetukjarni á vegum Reykjavíkurborgar.
Verið er að reykræsta íbúðina og stigaganginn. Um tiltölulega smávægilegt atvik var að ræða, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði, og ekki urðu slys á fólki.
Fréttin var uppfærð klukkan 15:46.