Sleppa söluþóknun og lækka verð á ferðum um allt að 50 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 14:24 Einar Þór Gústafsson hjá Getlocal. aðsend Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira