Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 13:27 Frá tónleikum í Ekvador fyrr í mánuðinum. AP/Dolores Ochoa Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira