Ekki hægt að æfa frjálsar utanhúss í Reykjavík: „Afleiðing ákvarðanaleysis“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 22:00 Miklar skemmdir eru á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli eftir veturinn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira