Einn aldraður á Bergi í Bolungarvík með Covid-19 og tveir í einangrun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:52 Berg í Bolungarvík er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Bolungarvík.is Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14
Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35