Erdogan og Pútín funda í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 13:00 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik. Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik.
Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45