„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Sigrún Jónsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:30 Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagsmál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun