Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 00:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritaði nýjan kjarasamning félagsmanna sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Vísir/Vilhelm Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50
Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19
Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31