Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 12:05 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það rjúfa mikilvæga samstöðu ef fyrirtæki nýttu hlutastarfaleiðina ef ekki var þörf á því. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. Það hafi þó ekki hafa verið í samræmi við markmið laganna að fyrirtæki nýttu sér úrræðið ef ekki var þörf á því. „Hlutastarfaleiðin var úrræði stjórnvalda til að forða uppsögnum hjá fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna Covid-19. Það var enginn munur gerður á litlum eða stórum fyrirtækjum, við vildum einfaldlega hvetja fyrirtæki til að viðhalda ráðningarsambandinu ef það gat verið valkostur að lækka starfshlutfall tímabundið,“ skrifar Bjarni í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Greiðslurnar hafi þannig farið til starfsfólks en ekki fyrirtækjanna. Fyrirtækin gátu ekki nýtt starfskrafta fólks nema að því marki sem þau greiddu sjálf laun. Það sé þó alvarlegt ef fyrirtæki hafi misnotað úrræðið. „Ef dæmi eru um að fyrirtæki sem ekki urðu fyrir tekjufalli eða dreifðu peningum út til eigenda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í samræmi við tilgang laganna. Við þurfum að finna þau tilvik með eftirliti, en þau eru örugglega undantekning,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekki lýsandi fyrir aðgerðirnar. „Slíkar undantekningar rjúfa mikilvæga samstöðu.“ Kæmi á óvart ef ekki mætti birta lista yfir fyrirtækin Bjarni segir persónuverndarlög skera úr um hvort heimilt sé að birta lista yfir þau fyrirtæki sem nýttu sér hlutastarfaleiðina og gerðu samninga um lægra starfshlutfall. Niðurstaða í því máli verði ljós á næstu dögum en það kæmi honum á óvart ef það væri óheimilt. „Það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyrirtækja sem tóku þátt í þessari aðgerð. Ég heyri vangaveltur um að eitt kunni að eiga við stór fyrirtæki annað um lítil. Sjáum til. Hver sem niðurstaðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta einfaldlega um gagnsæi.“ Hann segir að þau fyrirtæki sem gerðu samninga um lægra starfshlutfall hafi breytt rétt með því að segja ekki upp fólki. Stjórnvöld hafi verið að biðja atvinnurekendur um að bíða og segja fólki ekki upp ef það væri möguleiki. „Ég sé þess vegna ekki hvers vegna þetta ætti að vera viðkvæmt mál frá sjónarhóli fyrirtækjanna. Það sem kann að hafa áhrif hér er almenningsálitið. Og því er aftur oft og tíðum stjórnað af fjölmiðlaumfjöllun,“ segir Bjarni. Hann vonar að úrræðið fái ekki á sig óorð vegna þeirra sem nýttu úrræðið að óþörfu. Þó umfjöllun snúi oft að þeim sem gerðu rangt séu mörg þúsund sem hafi notið góðs af úrræðinu og margar fjölskyldur hafi komist í skjól vegna þess. „Hlutastarfaleiðin hafði mikla þýðingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og samkomubanni sem olli lokun margra fyrirtækja og hruni í tekjum annarra sem reyndu að hafa opið,“ segir Bjarni og bætir við að hlutastarfaleiðin verði framlengd. Hún hafi heppnast vel og sé táknræn fyrir þá samstöðu sem sé nauðsynleg á tímum sem þessum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. Það hafi þó ekki hafa verið í samræmi við markmið laganna að fyrirtæki nýttu sér úrræðið ef ekki var þörf á því. „Hlutastarfaleiðin var úrræði stjórnvalda til að forða uppsögnum hjá fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna Covid-19. Það var enginn munur gerður á litlum eða stórum fyrirtækjum, við vildum einfaldlega hvetja fyrirtæki til að viðhalda ráðningarsambandinu ef það gat verið valkostur að lækka starfshlutfall tímabundið,“ skrifar Bjarni í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Greiðslurnar hafi þannig farið til starfsfólks en ekki fyrirtækjanna. Fyrirtækin gátu ekki nýtt starfskrafta fólks nema að því marki sem þau greiddu sjálf laun. Það sé þó alvarlegt ef fyrirtæki hafi misnotað úrræðið. „Ef dæmi eru um að fyrirtæki sem ekki urðu fyrir tekjufalli eða dreifðu peningum út til eigenda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í samræmi við tilgang laganna. Við þurfum að finna þau tilvik með eftirliti, en þau eru örugglega undantekning,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekki lýsandi fyrir aðgerðirnar. „Slíkar undantekningar rjúfa mikilvæga samstöðu.“ Kæmi á óvart ef ekki mætti birta lista yfir fyrirtækin Bjarni segir persónuverndarlög skera úr um hvort heimilt sé að birta lista yfir þau fyrirtæki sem nýttu sér hlutastarfaleiðina og gerðu samninga um lægra starfshlutfall. Niðurstaða í því máli verði ljós á næstu dögum en það kæmi honum á óvart ef það væri óheimilt. „Það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyrirtækja sem tóku þátt í þessari aðgerð. Ég heyri vangaveltur um að eitt kunni að eiga við stór fyrirtæki annað um lítil. Sjáum til. Hver sem niðurstaðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta einfaldlega um gagnsæi.“ Hann segir að þau fyrirtæki sem gerðu samninga um lægra starfshlutfall hafi breytt rétt með því að segja ekki upp fólki. Stjórnvöld hafi verið að biðja atvinnurekendur um að bíða og segja fólki ekki upp ef það væri möguleiki. „Ég sé þess vegna ekki hvers vegna þetta ætti að vera viðkvæmt mál frá sjónarhóli fyrirtækjanna. Það sem kann að hafa áhrif hér er almenningsálitið. Og því er aftur oft og tíðum stjórnað af fjölmiðlaumfjöllun,“ segir Bjarni. Hann vonar að úrræðið fái ekki á sig óorð vegna þeirra sem nýttu úrræðið að óþörfu. Þó umfjöllun snúi oft að þeim sem gerðu rangt séu mörg þúsund sem hafi notið góðs af úrræðinu og margar fjölskyldur hafi komist í skjól vegna þess. „Hlutastarfaleiðin hafði mikla þýðingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og samkomubanni sem olli lokun margra fyrirtækja og hruni í tekjum annarra sem reyndu að hafa opið,“ segir Bjarni og bætir við að hlutastarfaleiðin verði framlengd. Hún hafi heppnast vel og sé táknræn fyrir þá samstöðu sem sé nauðsynleg á tímum sem þessum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53