Þykir fáránlegt að vera skikkaður í sóttkví við heimkomu frá veirufríu Grænlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2020 10:00 Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Baldur Bergmann, sem kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, er afar ósáttur við að þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví í ljósi þess að Grænland hafi verið veirulaust í um mánuð. Hann telur að reglur um sóttkví, sem nú gilda um ferðalanga frá öllum löndum, ættu ekki að gilda um þá sem ferðast frá Grænlandi og er ósáttur við svör yfirvalda. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Ósáttur við meðhöndlunina Baldur Bergmann kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, eftir um þrettán vikna dvöl þar í landi. „Þar tekur tollurinn og lögregla á móti mér og mér sagt að ég eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Ég segi við þá að ég sé ekki alveg tilbúinn að samþykkja það, ég sé að koma frá landi sem er búið að vera laust við virkt covid-smit í fimm vikur. Það sé yfirlýst frá grænlenska landlækninum, landstjórninni og frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En það á að meðhöndla mig eins og ég komi frá smituðu landi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Baldur Bergmann bjóst ekki við því að þurfa að sæta sóttkví eftir komuna frá Grænlandi.Mynd/Aðsend Hann kveðst þá hafa beðið um að ræða við smitrakningateymið og við heimkomu hafi hann fengið símtal frá konu í teyminu. Hún hafi tjáð honum að eitt verði yfir alla að ganga, að allir sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að fara í sóttkví og ekki fáist undanþága í hans tilviki. Baldur segist þá hafa beðið um að ræða við einhvern sem fái einhverju ráðið í málinu. „Síðan endaði það með því að þá hringir síminn og sá byrjar á svipaðri sögu. Við rökræðum þetta pínulítið en þá kemur í ljós að hann er ekki læknisfræði- eða líffræðimenntaður. Hann er frá lögreglunni og var að hringja til að láta mig vita að þetta væru boð frá lögreglunni sem ég þyrfti að fara eftir. Og benti mér á það að það væri 250 þúsund króna sekt ef ég færi ekki eftir þessu og að þeir gætu sent lögregluna heim til mín til að fylgjast með því hvort ég fari eftir þessu,“ segir Baldur. „Og ég spurði lögregluna líka að því hvort það væri virkilega það þarfasta sem bæði landlæknisembættið og lögreglan hefði að gera, að vakta mann sem kæmi frá Grænlandi? Sem hefði farið þangað áður en covid byrjaði og hefði verið þar í fimm vikur áður en landið var vottað hreint.“ Beið lengi eftir beinu flugi Frá og með 24. apríl síðastliðnum var öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði – og það á enn við um öll lönd, líka Grænland. Baldur segir að þrátt fyrir að þetta hafi legið fyrir hafi hann í raun ekki búist við því að þurfa að sæta sóttkví við komuna frá hinu veirufría Grænlandi. „Ég fórnaði því að koma ekki til Íslands strax af því að það var ekkert flug. Ég vildi ekki fara í gegnum Danmörku því þá væri ég að fara í gegnum sýkt land. Ég á hér veika móður og dætur sem hafa ekki séð mig lengi og ég kaus að vera á Grænlandi, þar sem þeir réðu við þetta covid-dæmi, og ég er búinn að bíða þar eftir því að það detti inn flug sem ég kæmist með beint til Íslands,“ segir Baldur. Honum þykir áhættan í raun sín. Hann komi frá veirulausu landi inn í land þar sem sýkingin er enn til staðar. „Það er búið að slaka á tilskipunum hér og samt er enn að mælast hér covid. En ég kem frá landi þar sem er ekki búið að greinast covid í fimm vikur. Og ég á að fara í sóttkví. Á meðan annað fólk, verið er að hleypa því í líkamsrækt og fleira, og þetta er enn í gangi hér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grænland Samkomubann á Íslandi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Baldur Bergmann, sem kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, er afar ósáttur við að þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví í ljósi þess að Grænland hafi verið veirulaust í um mánuð. Hann telur að reglur um sóttkví, sem nú gilda um ferðalanga frá öllum löndum, ættu ekki að gilda um þá sem ferðast frá Grænlandi og er ósáttur við svör yfirvalda. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Ósáttur við meðhöndlunina Baldur Bergmann kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, eftir um þrettán vikna dvöl þar í landi. „Þar tekur tollurinn og lögregla á móti mér og mér sagt að ég eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Ég segi við þá að ég sé ekki alveg tilbúinn að samþykkja það, ég sé að koma frá landi sem er búið að vera laust við virkt covid-smit í fimm vikur. Það sé yfirlýst frá grænlenska landlækninum, landstjórninni og frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En það á að meðhöndla mig eins og ég komi frá smituðu landi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Baldur Bergmann bjóst ekki við því að þurfa að sæta sóttkví eftir komuna frá Grænlandi.Mynd/Aðsend Hann kveðst þá hafa beðið um að ræða við smitrakningateymið og við heimkomu hafi hann fengið símtal frá konu í teyminu. Hún hafi tjáð honum að eitt verði yfir alla að ganga, að allir sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að fara í sóttkví og ekki fáist undanþága í hans tilviki. Baldur segist þá hafa beðið um að ræða við einhvern sem fái einhverju ráðið í málinu. „Síðan endaði það með því að þá hringir síminn og sá byrjar á svipaðri sögu. Við rökræðum þetta pínulítið en þá kemur í ljós að hann er ekki læknisfræði- eða líffræðimenntaður. Hann er frá lögreglunni og var að hringja til að láta mig vita að þetta væru boð frá lögreglunni sem ég þyrfti að fara eftir. Og benti mér á það að það væri 250 þúsund króna sekt ef ég færi ekki eftir þessu og að þeir gætu sent lögregluna heim til mín til að fylgjast með því hvort ég fari eftir þessu,“ segir Baldur. „Og ég spurði lögregluna líka að því hvort það væri virkilega það þarfasta sem bæði landlæknisembættið og lögreglan hefði að gera, að vakta mann sem kæmi frá Grænlandi? Sem hefði farið þangað áður en covid byrjaði og hefði verið þar í fimm vikur áður en landið var vottað hreint.“ Beið lengi eftir beinu flugi Frá og með 24. apríl síðastliðnum var öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði – og það á enn við um öll lönd, líka Grænland. Baldur segir að þrátt fyrir að þetta hafi legið fyrir hafi hann í raun ekki búist við því að þurfa að sæta sóttkví við komuna frá hinu veirufría Grænlandi. „Ég fórnaði því að koma ekki til Íslands strax af því að það var ekkert flug. Ég vildi ekki fara í gegnum Danmörku því þá væri ég að fara í gegnum sýkt land. Ég á hér veika móður og dætur sem hafa ekki séð mig lengi og ég kaus að vera á Grænlandi, þar sem þeir réðu við þetta covid-dæmi, og ég er búinn að bíða þar eftir því að það detti inn flug sem ég kæmist með beint til Íslands,“ segir Baldur. Honum þykir áhættan í raun sín. Hann komi frá veirulausu landi inn í land þar sem sýkingin er enn til staðar. „Það er búið að slaka á tilskipunum hér og samt er enn að mælast hér covid. En ég kem frá landi þar sem er ekki búið að greinast covid í fimm vikur. Og ég á að fara í sóttkví. Á meðan annað fólk, verið er að hleypa því í líkamsrækt og fleira, og þetta er enn í gangi hér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grænland Samkomubann á Íslandi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira