Öryggi farþega og starfsmanna á Reykjavíkurflugvelli Unnar Ólafsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR).
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun