Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 13:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræðir um breytingar á stjórnarskrá á fundi starfshóps hans í febrúar. AP/Alexei Druzhinin Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár. Rússland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár.
Rússland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira