Læknir og hjúkrunarfræðingur slá í gegn með tveggja metra tjútti í bráðaherberginu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 13:13 Valþór og Anna stíga dansinn í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið. Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið.
Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira