Læknir og hjúkrunarfræðingur slá í gegn með tveggja metra tjútti í bráðaherberginu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 13:13 Valþór og Anna stíga dansinn í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið. Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið.
Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira