Breki telur Strætó nota Covid-19 sem skálkaskjól Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 11:57 Strætó virðir Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna ekki svars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur stjórnendur Strætó, nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Hann segir að sú sé eina ályktunin sem draga megi í kjölfar eftirgrennslana samtakanna vegna ábendinga félagsmanna. Samtökin hafa óskað svara við því hvers vegna Strætó hefur skert þjónustu, nú í sex vikur og hefur einungis ekið eftir laugardagsáætlun. Engar tilkynningar hafi verið gefnar út um breytingar á því fyrirkomulagi þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni. „Jafnframt óskuðu samtökin eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Strætó muni koma til móts við notendur sína vegna skertrar þjónustu, til dæmis í formi afsláttar, endurgreiðslu eða framlengingar á tímabilskortum. Engin svör hafa enn borist. Þar til viðhlítandi rök berast er einungis hægt að draga þá ályktun að aðgerðin sé gerð í hagræðingaskyni og farsóttarvarnir sé notuð sem skálkaskjól,“ segir Breki. Hann bendir á að stjórn samtakanna hafi ályktað annan apríl á þann veg að hin skerta þjónusta Strætó komi „hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu. Mætti leiða að því rökum að með fækkun ferða ferðist fleiri með hverjum vagni með aukinni smithættu, þvert á rök Strætó um aðgerðir vegna Covid-19.“ Á síðu samtakanna er birt mynd frá félagsmanni sem Breki telur að sýni svo ekki verður um villst að undanþága Strætó vegna tveggja metra reglunnar sé þanin til hins ýtrasta. „Félagsmaðurinn taldi a.m.k. 33 farþega, en Strætó er einungis heimilt að ferðast með 30 manns. Vandinn kristallast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferðast með hverjum og einum þeirra en áður.“ Strætó Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur stjórnendur Strætó, nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Hann segir að sú sé eina ályktunin sem draga megi í kjölfar eftirgrennslana samtakanna vegna ábendinga félagsmanna. Samtökin hafa óskað svara við því hvers vegna Strætó hefur skert þjónustu, nú í sex vikur og hefur einungis ekið eftir laugardagsáætlun. Engar tilkynningar hafi verið gefnar út um breytingar á því fyrirkomulagi þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni. „Jafnframt óskuðu samtökin eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Strætó muni koma til móts við notendur sína vegna skertrar þjónustu, til dæmis í formi afsláttar, endurgreiðslu eða framlengingar á tímabilskortum. Engin svör hafa enn borist. Þar til viðhlítandi rök berast er einungis hægt að draga þá ályktun að aðgerðin sé gerð í hagræðingaskyni og farsóttarvarnir sé notuð sem skálkaskjól,“ segir Breki. Hann bendir á að stjórn samtakanna hafi ályktað annan apríl á þann veg að hin skerta þjónusta Strætó komi „hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu. Mætti leiða að því rökum að með fækkun ferða ferðist fleiri með hverjum vagni með aukinni smithættu, þvert á rök Strætó um aðgerðir vegna Covid-19.“ Á síðu samtakanna er birt mynd frá félagsmanni sem Breki telur að sýni svo ekki verður um villst að undanþága Strætó vegna tveggja metra reglunnar sé þanin til hins ýtrasta. „Félagsmaðurinn taldi a.m.k. 33 farþega, en Strætó er einungis heimilt að ferðast með 30 manns. Vandinn kristallast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferðast með hverjum og einum þeirra en áður.“
Strætó Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira