Leiðir til að draga úr snjallsímanotkun á meðan fólk er í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2020 09:00 Það er auðvelt að truflast af snjallsímanum. Vísir/Getty Samkvæmt könnun sem CareerBuilder gerði í Bandaríkjunum segist 55% starfsmanna verða fyrir truflunum í vinnunni af símanum. Til viðbótar við símann eru háværir samstarfsmenn nefndir, hávaði í vinnuumhverfinu og áreiti tölvupósta og skilaboða. Þá sýna nýlegar niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið Zenith stóð að í Bandaríkjunum að fullorðnir verja um þremur klukkustundum og 30 mínútum á dag í netnotkun snjallsíma. Zenith áætlar að þessi notkun muni aukast og verða yfir fjórir klukkutímar á dag árið 2021. Reyndar kemur fram í þessum niðurstöðum að þeir sem nota símann hvað mest eru nú þegar að verja um fjórum klukkustundum og 30 mínútum á dag í símanotkun. Hvað geta stjórnendur gert? Business News Daily er vefsíða fyrir smærri rekstraraðila og fyrirtæki. Í umfjöllun vefsíðunnar er bent á nokkrar leiðir sem stjórnendur geta farið til að draga úr símanotkun starfsmanna á vinnutíma. Ein leiðin er að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu, sem þýðir að vinnan er meira metin af verkefnaskilum en viðveru á sérstökum tíma. Önnur leið er að þjálfa starfsfólk í núvitund og nýta núvitundina til að kenna fólki að láta tilkynningar í símanum ekki trufla sig, til dæmis tilkynningar samfélagsmiðla. Enn önnur leið er að setja reglur um stuttar pásur þar sem samið er um það fyrirfram að þær séu nýttar til að kíkja á símann sinn frekar en þegar þér er ætlað að vera að vinna. Starfsfólk vill líka fá að ráða sér sjálft En starfsmenn vilja líka fá að stýra sínum tíma og símanotkun svolítið sjálfir. Enda má deila um það hver er í rauninni í ábyrgð fyrir vinnutímanum, stjórnendurnir eða starfsmennirnir sjálfir. Eitt ráð fyrir hvern og einn getur til dæmis verið að aftengja tilkynningar frá samfélagsmiðlum á vinnutíma og draga þannig úr truflunum. Í stað þess að setja reglur sem snúa að símanotkun, er stjórnendum bent á að góð leið geti falist í því að leggja almennt meiri áherslu á vellíðan starfsfólks, þar á meðal svefn. Rökin fyrir þessu eru þau að vellíðan starfsfólks eykur á alla skilvirkni, fólk á til dæmis auðveldara með að einbeita sér ef því líður vel og er úthvílt. Þjálfun gegn truflun Þjálfun er líka nefnd til sögunnar sem ráð. Þjálfunin felst þá í því að þjálfa fólk í að varast truflanir og trufla sjálft sem minnst. Einfaldar reglur geta til dæmis falist í því að þegar samstarfsfélagi er með heyrnartól á sér, má ekki trufla viðkomandi. Ekkert frekar en almenn regla er að trufla fólk ekki sem situr inni í lokuðu fundarherbergi. Þjálfunin er þannig samspil þjálfunar fyrir vinnustaðinn og meðvitundar um einbeitingu á vinnutengdum verkefnum. Loks er á það bent að næðisrými geti líka hentað vel þar sem starfsfólki gefst kostur á að bregða sér aðeins afsíðis þegar fólk hefur þörf á að hvíla sig örstutt frá vinnu, meðal annars með því að kíkja aðeins á samfélagsmiðla eða annað í símanum. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
Samkvæmt könnun sem CareerBuilder gerði í Bandaríkjunum segist 55% starfsmanna verða fyrir truflunum í vinnunni af símanum. Til viðbótar við símann eru háværir samstarfsmenn nefndir, hávaði í vinnuumhverfinu og áreiti tölvupósta og skilaboða. Þá sýna nýlegar niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið Zenith stóð að í Bandaríkjunum að fullorðnir verja um þremur klukkustundum og 30 mínútum á dag í netnotkun snjallsíma. Zenith áætlar að þessi notkun muni aukast og verða yfir fjórir klukkutímar á dag árið 2021. Reyndar kemur fram í þessum niðurstöðum að þeir sem nota símann hvað mest eru nú þegar að verja um fjórum klukkustundum og 30 mínútum á dag í símanotkun. Hvað geta stjórnendur gert? Business News Daily er vefsíða fyrir smærri rekstraraðila og fyrirtæki. Í umfjöllun vefsíðunnar er bent á nokkrar leiðir sem stjórnendur geta farið til að draga úr símanotkun starfsmanna á vinnutíma. Ein leiðin er að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu, sem þýðir að vinnan er meira metin af verkefnaskilum en viðveru á sérstökum tíma. Önnur leið er að þjálfa starfsfólk í núvitund og nýta núvitundina til að kenna fólki að láta tilkynningar í símanum ekki trufla sig, til dæmis tilkynningar samfélagsmiðla. Enn önnur leið er að setja reglur um stuttar pásur þar sem samið er um það fyrirfram að þær séu nýttar til að kíkja á símann sinn frekar en þegar þér er ætlað að vera að vinna. Starfsfólk vill líka fá að ráða sér sjálft En starfsmenn vilja líka fá að stýra sínum tíma og símanotkun svolítið sjálfir. Enda má deila um það hver er í rauninni í ábyrgð fyrir vinnutímanum, stjórnendurnir eða starfsmennirnir sjálfir. Eitt ráð fyrir hvern og einn getur til dæmis verið að aftengja tilkynningar frá samfélagsmiðlum á vinnutíma og draga þannig úr truflunum. Í stað þess að setja reglur sem snúa að símanotkun, er stjórnendum bent á að góð leið geti falist í því að leggja almennt meiri áherslu á vellíðan starfsfólks, þar á meðal svefn. Rökin fyrir þessu eru þau að vellíðan starfsfólks eykur á alla skilvirkni, fólk á til dæmis auðveldara með að einbeita sér ef því líður vel og er úthvílt. Þjálfun gegn truflun Þjálfun er líka nefnd til sögunnar sem ráð. Þjálfunin felst þá í því að þjálfa fólk í að varast truflanir og trufla sjálft sem minnst. Einfaldar reglur geta til dæmis falist í því að þegar samstarfsfélagi er með heyrnartól á sér, má ekki trufla viðkomandi. Ekkert frekar en almenn regla er að trufla fólk ekki sem situr inni í lokuðu fundarherbergi. Þjálfunin er þannig samspil þjálfunar fyrir vinnustaðinn og meðvitundar um einbeitingu á vinnutengdum verkefnum. Loks er á það bent að næðisrými geti líka hentað vel þar sem starfsfólki gefst kostur á að bregða sér aðeins afsíðis þegar fólk hefur þörf á að hvíla sig örstutt frá vinnu, meðal annars með því að kíkja aðeins á samfélagsmiðla eða annað í símanum.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira