Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:38 Hverfið sem mun rísa í Gufunesi er sérstaklega hugsað með þarfir ungs fólks og fyrstu kaupendur í huga. Vísir/Einar Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira