Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, kallar eftir breytingum á VAR og hvernig rangstaða er dæmd.
Fátt er meira í umræðunni eftir leiki helgarinnar í enska boltanum en VARsjáin og þær rangstöður sem dæmdar hafa verið um helgina.
VAR tók meðal annars jöfnunarmark af Wolves í gær er liðið mætti toppliði Liverpool á Anfield en eftir endursýningu sást að millimetri af Neto var fyrir innan.
„Ég skil þetta ekki,“ sagði Souness er hann ræddi um atvikið. Hann hélt svo áfram.
Jamie Carragher feels continuous marginal offside calls is killing VAR.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 29, 2019
Graeme Souness believes a simple rule change can solve the problem.
Pundits' views: https://t.co/A1Y08UvT9tpic.twitter.com/sFsgKHQZlv
„Við erum í skemmtanabransa. Það sem við erum að gera er að við erum að taka það af fólki að njóta þess að sjá mörk.“
Hann kom svo með hugmynd að breytingu á rangstöðureglunni.
„Það sem við ættum að gera er að segja að ef einhver hluti framherjans er ekki í rangstöðu þá ætti ekki að vera dæmd rangstaða.“
Jamie Carragher sem var í settinu með Souness tók undir VAR-farsann.
„VAR er að kosta okkur mörk.“
Jurgen Klopp was confident that Sadio Mane's goal would stand despite the VAR check.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 29, 2019
But he believes the use of pitchside monitors would help with similar incidents. pic.twitter.com/7CgsEOl89s