Walesverjinn Gerwyn Price var kokhraustur eftir að hann tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær.
Price sigraði Glen Durrant, 5-1, í síðasta leik 8-manna úrslitanna. Í undanúrslitunum í kvöld mætir hann Peter Wright.
„Við höfum átt marga góða leiki. Í upphafi ferilsins rústaði hann mér alltaf en það hefur snúist við. Ég held að hann hafi meiri áhyggjur af mér en ég af honum. Það verður erfitt fyrir hann að sigra mig og ég hef fulla trú á að ég vinni leikinn,“ sagði Price.
Walesverjinn setur stefnuna á að komast í úrslitaleikinn á nýársdag þar sem hann vill mæta heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Hann mætir Nathan Aspinall í seinni undanúrslitaleiknum.
„Ég bjóst alltaf við því að Michael myndi komast í úrslit. Það yrðu vonbrigði fyrir mig að detta út,“ sagði Price.
„Ég vil komast í úrslitin, spila við Van Gerwen, vinna titilinn og nudda honum upp úr því.“
“I want to get to the final, play Van Gerwen, win the title and rub it in his face”
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2019
Gerwyn Price is in a jovial mood as he makes it to his first ever World Championship Semi-Final pic.twitter.com/J1hlTGXGJt
Price er á sínu sjötta heimsmeistaramóti. Á því fyrsta (2015) tapaði hann fyrir Wright í 1. umferð, 3-0. Hann hefur aldrei komist jafn langt á HM og í ár.
Beint útsending frá undanúrslitum HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.