Fjórir slökkviliðsbílar voru kallaðir til eftir að tilkynning barst um eld í Fellaskóla í Breiðholti í Reykjavík nú síðdegis. Eldur hafði kviknað í skreytingu en búið var að slökkva hann þegar slökkviliðið bar að garði. Þrír bílar voru kallaðir aftur en áhöfn þess fjórða vinnur nú að því að reykræsta.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu lá ekki fyrir hversu umfangsmikill eldurinn væri þegar tilkynning barst og því voru svo margir bílar sendir af stað. Ekki er vitað um hver tildrög eldsins voru að svo stöddu.
Eldur kviknaði í skreytingu í Fellaskóla
