Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 08:31 Flugeldar og brennur eru fyrir mörgum ómissandi þáttur í því þegar nýtt ár er hringt inn og það gamla kvatt. Vísir/Vilhelm Gamlársdagur rann upp með stífum en mildum sunnanáttum og rigningu víða um land. Þó var þurrt norðaustanlands. Eins og gefur að skilja eru allra augu á veðurspám fyrir daginn í dag, enda stendur mikið til. Árið 2019 verður kvatt í kvöld, með tilheyrandi áramótabrennum og flugeldaskotum. Því vilja allir hafa veðrið sem prúðast og best á meðan. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands á vindur að ganga niður á norðan- og vestanverðu landinu um og upp úr hádegi, en þar tekur síðan að hvessa aftur í kvöld. Á suð-austanverðu landinu verður hins vegar bálhvasst fram undir miðnætti, og því tvísýnt með áramótabrennur í þeim landshluta. Eins mun hvessa talsvert á Norðvesturlandi eftir því sem líður á kvöldið. Ekkert ætti þó að koma í veg fyrir að flugeldaáhugamenn, sem ólmir vilja sprengja árið 2019 til fortíðar, geti sinnt iðju sinni. Að minnsta kosti ef marka má spá Veðurstofunnar. Þá má gera ráð fyrir að talsverður vindur komi til með að blása og dreifa þannig vel mengun þeirri sem tilheyrir flugeldunum. Því ættu þeir sem áhyggjur hafa af loftgæðum um áramótin að geta andað léttar. Áramót Flugeldar Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Gamlársdagur rann upp með stífum en mildum sunnanáttum og rigningu víða um land. Þó var þurrt norðaustanlands. Eins og gefur að skilja eru allra augu á veðurspám fyrir daginn í dag, enda stendur mikið til. Árið 2019 verður kvatt í kvöld, með tilheyrandi áramótabrennum og flugeldaskotum. Því vilja allir hafa veðrið sem prúðast og best á meðan. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands á vindur að ganga niður á norðan- og vestanverðu landinu um og upp úr hádegi, en þar tekur síðan að hvessa aftur í kvöld. Á suð-austanverðu landinu verður hins vegar bálhvasst fram undir miðnætti, og því tvísýnt með áramótabrennur í þeim landshluta. Eins mun hvessa talsvert á Norðvesturlandi eftir því sem líður á kvöldið. Ekkert ætti þó að koma í veg fyrir að flugeldaáhugamenn, sem ólmir vilja sprengja árið 2019 til fortíðar, geti sinnt iðju sinni. Að minnsta kosti ef marka má spá Veðurstofunnar. Þá má gera ráð fyrir að talsverður vindur komi til með að blása og dreifa þannig vel mengun þeirri sem tilheyrir flugeldunum. Því ættu þeir sem áhyggjur hafa af loftgæðum um áramótin að geta andað léttar.
Áramót Flugeldar Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira