Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 16:01 Teikning af Starliner á braut um jörðu. Vísir/Boeing Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15