Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 16:01 Teikning af Starliner á braut um jörðu. Vísir/Boeing Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15