Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 16:36 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Eitt stærsta amfetamínsmyglið Tollverðir fundu amfetamínbasann sem var falinn í Citroen-bíl þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Eftir því sem næst verður komist hafði aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Mennirnir voru báðir ákærðir vegna málsins en svo virðist sem að amfetamínbasinn hafi verið falinn í plastflöskum í eldsneytistanki bílsins. Þeir neituðu báðir sök. Sögðust hafa hist í útför Fyrir héraðsdómi sagði Ambrozy að maður sem hann hitti í Póllandi hafi beðið sig að fara hingað til lands í því skyni að sækja peninga og að fara með bíl hingað til lands. Sagðist hann hafa ætlað að nota ferðina til að leita sér að vinnu á Íslandi. Átti hann að fá tíu þúsund zloty fyrir viðvikið, um 300 þúsund krónur miðað við núverandi gengi. Fékk hann Citroen-bílinn til umráða fyrir ferðina og var bíllinn skráður á nafn hans. Áður en hann lagði af stað spurði hann manninn sem fékk hann til að fara í Íslandsförina hvort allt væri löglegt við ferðina og sagðist hann hafa fengið þau svör að svo væri. Sagðist Ambrozy meðal annars hafa leitað í bílnum til að ganga úr skugga um að þar væri ekkert falið. Sökum þess að Ambrozy væri ekki með ökuréttindi fékk hann Lubaszka til þess að fara með sér svo hægt væri að aka bílnum til Íslands. Voru þeir kunningjar og höfðu nýverið hist við útför móður annars þeirra. Lubaszka var efins en sló svo til á endanum en Ambrozy lofaði honum að ferðin tengdist engu ólöglegu og engum fíkniefnum. Fyrir dómi kom fram að Ambrozy hefði verið sá sem tók bensín á bílinn á leiðinni í ferjuna og að það hafi alltaf verið gert þegar bensíngeymirinn var enn hálfur. Læti í bensíntankinum Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir var rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögreglan kom á vettvang, en áður hefðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Blöstu plastflöskurnar þá við og kom fram í skýrslu lögreglumannsins að „greinilegt hefði verið að öðrum þeirra var meira brugðið eftir að fíkniefnin fundust í bensíntankinum.“ Annar lögreglumaður sagði fyrir dómi að samstarfsmaður þeirra hefði ekið bílnum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Hann kvað ekki hafa farið á milli mála að eitthvað væri í bensíntanki bifreiðarinnar, en það hefði verið eins og sullaðist í tankinum og eitthvað slægist þar utan í. Hann kvað ekki fara á milli mála að þeir sem í bílnum voru hefðu átt að heyra þetta,“ segir í dóminum. Á meðan á ferðalaginu stóð var Ambrozy í sms-sambandi við ótilgreindan mann eða menn og fundust skilaboðin á síma hans þegar hann var rannsakaður af lögreglu. Kom fram að númerin sem skilaboðin voru skráð á voru óskráð frelsisnúmer en meðal þeirra skilaboða sem fundust í símanum voru „þeir munu taka hausinn ef þið náið ekki“, „Manstu um dæla eldsneytið (Manst hvernig á að dæla)“ og „Varst þú bara tekinn í skoðun eða einhverjir fleiri?“ Sýkna í héraðsdómi Lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins sagði að Ambrozy hefði við yfirheyrslur ýmist ekki viljað svara, ekki kannast við eða ekki geta útskýrt sms-samskiptin. Þetta hefði litið út eins og einhver væri að fylgjast með ferðalaginu, til dæmis þegar nefnt var að hann ætti að muna eftir að dæla bensíni á bílinn. Báðir menn neituðu sök en að mati héraðsdóms þótti framburður Ambrozy ótrúverðugur um margt, meðal annars um erindið hingað til lands að sækja peninga sem hann vissi ekkert meira um. Þetta hafi hann gert fyrir ókunnugan mann sem afhenti honum bifreið til verksins og gegn loforði um að fá tíu þúsund zloty fyrir. Miðað við sms-samskiptin og þá staðreynd að Ambrozy var alltaf sá sem dældi bensíni á bíli sé ljóst að hann hafi vitað af efninu sem falið var í bensíntank bílsins. Var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna málsins. Öðru máli gegndi þó um ferðafélagann en að mati héraðsdóms var ekkert sem benti til þess að hann hafi vitað af efnunum í tank bílsins. Enginn vitnisburður eða önnur gögn tengdu hann heldur þannig við málið að unnt væri að draga af þeim þá ályktun að hann hafi vitað eða mátt vita af fíkniefnunum sem falin voru í bensíntanki bifreiðarinnar. Ótrúverðugar og misvísandi skýringar Landsréttur leit öðruvísi á málið og sagði að niðurstaða málsins réðist af því hvort Lubaszka hefði mátt vita að eða að líklegt væri að tilgangur ferðarinnar væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Við það mat skiptir máli hversu trúverðugar skýringar ákærða eru á tilgangi ferðar sinnar hingað til lands og hversu trúverðugt sé að hann hafi ekkert vitað af fíkniefnunum. Taldi Landsréttur ljóst að framburður Lubaszka væri um ýmis atriði nokkuð á reiki. Verði í ljósi allra atvika að telja framburð hans um að honum hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og ekkert vitað um hið mikla magn fíkniefna í eldsneytistanki bifreiðarinnar ótrúverðugan. Telja verður að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því að fíkniefni gætu verið falin í bifreiðinni og að hann hafi þrátt fyrir þá vitneskju ákveðið að taka að sér akstur hennar til landsins og þar með innflutninginn á fíkniefnunum sem í henni voru falin. Með vísan til þessa og á grundvelli heilstæðs mats á framburði Pólverjanna tveggja auk vísunar til atvika sem sönnuð eru og ótrúverðugra og misvísandi skýringa Pólverjanna taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að Lubaszka hefði staðið að innflutningnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að gögn málsins bæru ekki um ríkan þátt Lubaszka í undirbúningi ferðarinnar til landsins, útvegun efna þeirra sem um ræddi eða í samskiptum við aðra sem áttu þátt í undirbúningi ferðarinnar og skipulagi hennar. Var refsing Lubaszka ákveðin fangelsi í fimm ár. Dómsmál Fíkn Norræna Tengdar fréttir Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Eitt stærsta amfetamínsmyglið Tollverðir fundu amfetamínbasann sem var falinn í Citroen-bíl þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Eftir því sem næst verður komist hafði aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Mennirnir voru báðir ákærðir vegna málsins en svo virðist sem að amfetamínbasinn hafi verið falinn í plastflöskum í eldsneytistanki bílsins. Þeir neituðu báðir sök. Sögðust hafa hist í útför Fyrir héraðsdómi sagði Ambrozy að maður sem hann hitti í Póllandi hafi beðið sig að fara hingað til lands í því skyni að sækja peninga og að fara með bíl hingað til lands. Sagðist hann hafa ætlað að nota ferðina til að leita sér að vinnu á Íslandi. Átti hann að fá tíu þúsund zloty fyrir viðvikið, um 300 þúsund krónur miðað við núverandi gengi. Fékk hann Citroen-bílinn til umráða fyrir ferðina og var bíllinn skráður á nafn hans. Áður en hann lagði af stað spurði hann manninn sem fékk hann til að fara í Íslandsförina hvort allt væri löglegt við ferðina og sagðist hann hafa fengið þau svör að svo væri. Sagðist Ambrozy meðal annars hafa leitað í bílnum til að ganga úr skugga um að þar væri ekkert falið. Sökum þess að Ambrozy væri ekki með ökuréttindi fékk hann Lubaszka til þess að fara með sér svo hægt væri að aka bílnum til Íslands. Voru þeir kunningjar og höfðu nýverið hist við útför móður annars þeirra. Lubaszka var efins en sló svo til á endanum en Ambrozy lofaði honum að ferðin tengdist engu ólöglegu og engum fíkniefnum. Fyrir dómi kom fram að Ambrozy hefði verið sá sem tók bensín á bílinn á leiðinni í ferjuna og að það hafi alltaf verið gert þegar bensíngeymirinn var enn hálfur. Læti í bensíntankinum Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir var rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögreglan kom á vettvang, en áður hefðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Blöstu plastflöskurnar þá við og kom fram í skýrslu lögreglumannsins að „greinilegt hefði verið að öðrum þeirra var meira brugðið eftir að fíkniefnin fundust í bensíntankinum.“ Annar lögreglumaður sagði fyrir dómi að samstarfsmaður þeirra hefði ekið bílnum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Hann kvað ekki hafa farið á milli mála að eitthvað væri í bensíntanki bifreiðarinnar, en það hefði verið eins og sullaðist í tankinum og eitthvað slægist þar utan í. Hann kvað ekki fara á milli mála að þeir sem í bílnum voru hefðu átt að heyra þetta,“ segir í dóminum. Á meðan á ferðalaginu stóð var Ambrozy í sms-sambandi við ótilgreindan mann eða menn og fundust skilaboðin á síma hans þegar hann var rannsakaður af lögreglu. Kom fram að númerin sem skilaboðin voru skráð á voru óskráð frelsisnúmer en meðal þeirra skilaboða sem fundust í símanum voru „þeir munu taka hausinn ef þið náið ekki“, „Manstu um dæla eldsneytið (Manst hvernig á að dæla)“ og „Varst þú bara tekinn í skoðun eða einhverjir fleiri?“ Sýkna í héraðsdómi Lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins sagði að Ambrozy hefði við yfirheyrslur ýmist ekki viljað svara, ekki kannast við eða ekki geta útskýrt sms-samskiptin. Þetta hefði litið út eins og einhver væri að fylgjast með ferðalaginu, til dæmis þegar nefnt var að hann ætti að muna eftir að dæla bensíni á bílinn. Báðir menn neituðu sök en að mati héraðsdóms þótti framburður Ambrozy ótrúverðugur um margt, meðal annars um erindið hingað til lands að sækja peninga sem hann vissi ekkert meira um. Þetta hafi hann gert fyrir ókunnugan mann sem afhenti honum bifreið til verksins og gegn loforði um að fá tíu þúsund zloty fyrir. Miðað við sms-samskiptin og þá staðreynd að Ambrozy var alltaf sá sem dældi bensíni á bíli sé ljóst að hann hafi vitað af efninu sem falið var í bensíntank bílsins. Var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna málsins. Öðru máli gegndi þó um ferðafélagann en að mati héraðsdóms var ekkert sem benti til þess að hann hafi vitað af efnunum í tank bílsins. Enginn vitnisburður eða önnur gögn tengdu hann heldur þannig við málið að unnt væri að draga af þeim þá ályktun að hann hafi vitað eða mátt vita af fíkniefnunum sem falin voru í bensíntanki bifreiðarinnar. Ótrúverðugar og misvísandi skýringar Landsréttur leit öðruvísi á málið og sagði að niðurstaða málsins réðist af því hvort Lubaszka hefði mátt vita að eða að líklegt væri að tilgangur ferðarinnar væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Við það mat skiptir máli hversu trúverðugar skýringar ákærða eru á tilgangi ferðar sinnar hingað til lands og hversu trúverðugt sé að hann hafi ekkert vitað af fíkniefnunum. Taldi Landsréttur ljóst að framburður Lubaszka væri um ýmis atriði nokkuð á reiki. Verði í ljósi allra atvika að telja framburð hans um að honum hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og ekkert vitað um hið mikla magn fíkniefna í eldsneytistanki bifreiðarinnar ótrúverðugan. Telja verður að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því að fíkniefni gætu verið falin í bifreiðinni og að hann hafi þrátt fyrir þá vitneskju ákveðið að taka að sér akstur hennar til landsins og þar með innflutninginn á fíkniefnunum sem í henni voru falin. Með vísan til þessa og á grundvelli heilstæðs mats á framburði Pólverjanna tveggja auk vísunar til atvika sem sönnuð eru og ótrúverðugra og misvísandi skýringa Pólverjanna taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að Lubaszka hefði staðið að innflutningnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að gögn málsins bæru ekki um ríkan þátt Lubaszka í undirbúningi ferðarinnar til landsins, útvegun efna þeirra sem um ræddi eða í samskiptum við aðra sem áttu þátt í undirbúningi ferðarinnar og skipulagi hennar. Var refsing Lubaszka ákveðin fangelsi í fimm ár.
Dómsmál Fíkn Norræna Tengdar fréttir Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17