Vill banna einnota plastvörur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 16:31 Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar. Umhverfismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar.
Umhverfismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira