Vill banna einnota plastvörur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 16:31 Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar. Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar.
Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira