Vita ekkert hvaðan dularfull olíumengun sem plagar strendur Brasilíu kemur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2019 23:30 Olíumengunin hefur fundist víða. Vísir/ EPA-EFE Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér. Brasilía Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér.
Brasilía Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira