„Allt of mikið framleitt í heiminum“ Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:45 „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla.“ Vísir/Getty Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30