Jólalegt fjárhús á bænum Strönd í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 19:15 Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög.Á bænum Strönd, sem er við afleggjarann þegar ekið er niður að Njálsbúð í Rangárþingi eystra þar sem sveitaböllinn voru alltaf haldin, búa frændsystkinin Jón Gunnar Karlsson og Margrét Jónsdóttir með á annað hundrað fjár, auk þess að vera með nokkur hross. Margrét er mikið jólabarn og skreytir alltaf fjárhúsið um jólin, sem er einn af jólasiðum hennar.En hefur þetta alltaf verið svona?„Já, síðan 1994 í þessu fjárhúsi. Kindurnar hafa gaman af þessu eins og ég. Síðan geng ég hér upp að altari og trekki bjölluna og þá glymja allar bjöllurnar í fjárhúsinu“, segir Margrét.Margrét og Gunnar eru með ferhyrnd og brúskfé í fjárhúsinu sínu og þau eru með marga liti á fénu.„Við höfum alltaf haldið í ýmsa liti því það er nauðsynlegt að halda í fjölbreytileikann, ekki hafa allt hvítt. Það er mjög gaman að vera sauðfjárbóndi en ég eignaðist mitt fyrsta lamb þegar ég var 10 ára 1964“, bætir Margrét við. Fjárhúsið á Strönd er fallega skreytt um jólin en Margrét hefur séð um skreytingarnar frá 1994.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kindurnar á Strönd eru mjög fallegar enda vel upp aldar og hugsað vel um þær. Fengitímanum er lokið og nú er bara að bíða eftir að fyrstu lömbin komi í heiminn með vorinu En er nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel um skepnur um jólin? „Já, bara alla daga ársins að hugsa vel um dýrin, fylgjast með og líta eftir þeim, ekkert frekar um jólin“, segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Strönd í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jól Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög.Á bænum Strönd, sem er við afleggjarann þegar ekið er niður að Njálsbúð í Rangárþingi eystra þar sem sveitaböllinn voru alltaf haldin, búa frændsystkinin Jón Gunnar Karlsson og Margrét Jónsdóttir með á annað hundrað fjár, auk þess að vera með nokkur hross. Margrét er mikið jólabarn og skreytir alltaf fjárhúsið um jólin, sem er einn af jólasiðum hennar.En hefur þetta alltaf verið svona?„Já, síðan 1994 í þessu fjárhúsi. Kindurnar hafa gaman af þessu eins og ég. Síðan geng ég hér upp að altari og trekki bjölluna og þá glymja allar bjöllurnar í fjárhúsinu“, segir Margrét.Margrét og Gunnar eru með ferhyrnd og brúskfé í fjárhúsinu sínu og þau eru með marga liti á fénu.„Við höfum alltaf haldið í ýmsa liti því það er nauðsynlegt að halda í fjölbreytileikann, ekki hafa allt hvítt. Það er mjög gaman að vera sauðfjárbóndi en ég eignaðist mitt fyrsta lamb þegar ég var 10 ára 1964“, bætir Margrét við. Fjárhúsið á Strönd er fallega skreytt um jólin en Margrét hefur séð um skreytingarnar frá 1994.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kindurnar á Strönd eru mjög fallegar enda vel upp aldar og hugsað vel um þær. Fengitímanum er lokið og nú er bara að bíða eftir að fyrstu lömbin komi í heiminn með vorinu En er nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel um skepnur um jólin? „Já, bara alla daga ársins að hugsa vel um dýrin, fylgjast með og líta eftir þeim, ekkert frekar um jólin“, segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Strönd í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Jól Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira