Æ algengara að Íslendingar fari út að borða á jólunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 17:00 Þótt erlendir ferðamenn séu flestir meðal gesta hótela og veitingahúsa á jólunum hefur nokkuð færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Vísir/Vilhelm Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer. Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer.
Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira