Níu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en það er ekki bara úrvalsdeildin sem spilar í dag því heil umferð fer einnig fram í ensku B-deildinni.
Þrír leikir verða í beinni útsendingu. Dagurinn hefst með útsendingu Brentford og Swansea en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Berjast þau um sæti í umspili um ensku úrvalsdeildina.
Season ticket holders and Premier Club members can get a free drink on chairman Trevor Birch and the club before Sunday’s game @BarnsleyFC!
— Swansea City AFC (@SwansOfficial) December 24, 2019
https://t.co/PboDEIJpgCpic.twitter.com/bU8VEf9wXe
Klukkan 17.15 verður svo flautað til leiks á Elland Road. Leeds, sem er í öðru sæti deildarinnar, fær Preston í heimsókn en Preston er í 5. sætinu.
Leeds er þremur stigum á eftir toppliði WBA og eftir smá hikst í síðustu leikjum má Leeds ekki við mörgum fleiri töpuðum stigum, því Sheffield Wednesday er á góðu skriði í 3. sætinu.
From everyone at #LUFC, we'd like to wish all our fans a very merry Christmas! pic.twitter.com/nbGrxfg36U
— Leeds United (@LUFC) December 25, 2019
Síðasti leikur dagsins fer svo fram á fyrrum heimavelli Gylfa Sigurðssonar og fleiri Íslendinga, Madejski leikvanginum, er Reading fær QPR í heimsókn.
Reading er í 16. sætinu á meðan QPR er í 14. sætinu.
Stöð 2 Sport er ekki í neinu fríi um jólin og má sjá allar beinu útsendingar næstu daga hér.
Beinar útsendingar dagsins:
14.55 Brentford - Swansea (Stöð 2 Sport)
17.10 Leeds - Preston North End (Stöð 2 Sport)
19.25 Reading - QPR (Stöð 2 Sport)