City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 07:21 Phil Foden jafnaði fyrir City í uppbótartíma en þurfti að sætta sig við tap. Francois Nel/Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti