Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton gegn Burnley. Þetta er fyrsti leikur Everton undir stjórn Carlos Ancelotti.
Jóhann Berg Guðmundsson er á bekknum hjá Burnley en hann hefur verið frá í tvo mánuði vegna meiðsla.
Ancelotti gerir tvær breytingar á byrjunarliði Everton frá markalausa jafnteflinu við Arsenal á laugardaginn. Seamus Coleman og Bernard koma inn fyrir Alex Iwobi og Tom Davies. Gylfi er á miðjunni hjá Everton ásamt Fabian Delph.
TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx
— Everton (@Everton) December 26, 2019
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 0-1 sigrinum á Burnley á laugardaginn. Jay Rodriguez og Robbie Brady koma inn fyrir Ashley Barnes og Jeff Hendrick.
TEAM NEWS: Here's how the Clarets line-up at Goodison Park today. pic.twitter.com/NspT5vg4cB
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 26, 2019
Hægt verður að fylgjast með leik Everton og Burnley í beinni textalýsingu á Vísi.