Lögregla og björgunarsveitir munu halda áfram að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur í dag. Hennar hefur verið saknað frá því á föstudaginn í síðustu viku.
Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið verði af stað með leit upp úr hádegi þegar það verður háfjara.
Leitað verður frá Þjórsá og austur að Skaftá að sögn Sveins og haldið fram eftir degi en það hversu lengi verður leitað fer eftir sjávarstöðu og veðri.
Halda áfram leit í dag

Tengdar fréttir

Óska eftir upplýsingum um ferðir Rima
Leit hefur verið frestað fram á fimmtudag.

Leitinni við Dyrhólaey lokið í bili
Björgunarsveitin Víkverji sem leitað hefur að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey hefur lokið leit í bili.

Áfram leitað að Rima Grunskyté
Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag.