Mikki, Mína og Andrés áreitt í Disney-garðinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 16:27 Skilti sem vísar veginn að Disney World-skemmtigarðinum við Buena Vista-vatn í Flórída. AP/John Raoux Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum. Bandaríkin Disney Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum.
Bandaríkin Disney Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira