Tilfinningarnar báru Íranann Alireza Jahanbakhsh ofurliði þegar hann kom Brighton yfir gegn Bournemouth í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.
Jahanbakhsh hélt um andlitið og felldi tár eftir markið sem kom strax á 3. mínútu.
Þetta var fyrsta mark Jahanbakhsh í búningi Brighton, í 27. leik sínum fyrir liðið, og því var þungi fargi létt af íranska landsliðsmanninum.
Alireza Jahanbakhsh in tears after scoring his first ever goal for Brighton
— Match of the Day (@BBCMOTD) December 28, 2019
This is what it means #BHABOU#BHAFCpic.twitter.com/aAzK7F2IOK
Jahanbakhsh skoraði síðast deildarmark fyrir 601 degi, í leik AZ Alkmaar og PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni.
Brighton keypti Jahanbakhsh frá AZ fyrir metverð sumarið 2018.
Staðan í hálfleik í leik Brighton og Bournemouth er 1-0. Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.