Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að félagið sé það stærsta á Englandi.
Arteta var ráðinn stjóri Arsenal 20. desember og stýrði liðinu í fyrsta sinn á öðrum degi jóla. Arsenal gerði þá 1-1 jafntefli við Bournemouth.
Arsenal er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Arteta stefnir mun hærra.
„Arsenal er stærsta félagið á Englandi og við þurfum að spila þannig, með smá hroka og trú,“ sagði Arteta.
„Lið eiga að óttast að koma og spila á okkar heimavelli,“ bætti Spánverjinn við.
Arsenal mætir Chelsea klukkan 14:00 í dag.
