Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2019 14:35 Steingrímur hvessti sig þegar hann sagði að slíkt yrði ekki liðið að þingmenn gripu frammí fyrir forseta sínum. Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“ Alþingi Píratar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“
Alþingi Píratar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira