Esjuskjólið hélt í Reykjavík en „ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn“ náði út á Seltjarnarnes Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 18:53 Veðrinu var misskipt á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mjög hvasst var til að mynda í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi en hægari vindur miðsvæðis í Reykjavík. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40