Esjuskjólið hélt í Reykjavík en „ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn“ náði út á Seltjarnarnes Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 18:53 Veðrinu var misskipt á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mjög hvasst var til að mynda í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi en hægari vindur miðsvæðis í Reykjavík. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40