Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2019 12:00 Steingrímur hellti sér yfir Halldóru í vitna viðurvist. Hann hefur nú beðið Halldóru afsökunar en þau á þinginu velta fyrir sér hvað valdi hinu grama geði forsetans. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35