Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru skrefi nær spænska bikarmeistaratitlinum í handbolta eftir að hafa lagt Ademar Leon að velli í kvöld í undanúrslitum.
Börsungar höfðu tögl og hagldir í hröðum handboltaleik og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 39-30, eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi, 22-17.
Aron skoraði eitt mark í leiknum en Dika Mem, Luka Cindric og Ludovic Fabregas voru atkvæðamestir í sóknarleik Börsunga með sex mörk hver.
Barcelona er í algjörum sérflokki í spænskum handknattleik og hefur einokað bikarkeppnina undanfarin ár og sama má segja um deildarkeppnina.
Aron hjálpaði Barcelona í bikarúrslit
