Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 13:15 Andrés Ingi Jónsson. Vísir/Vilhelm Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. Hollendingar lækkuðu hámarkshraða á vegum í haust til að draga úr mengun. Á áramótum taka gildi ný umferðarlög þar sem verður að finna heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 kílómetrar á klukkustund, ef akreinar eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Lögin í dag kveða á um að hámarkshraði á vegum fari ekki yfir 90 kílómetra hraða. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utanflokka, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvaða vegarkaflar hafa komið til álita að ákveða hærri hraðamörk þegar nýju lögin taka gildi. Þá vill Andrés einnig fá að vita hvaða áhrif slík hækkun hefur á losun gróðurhúsalofttegunda, svifryksmengun, tíðni og alvarleika slysa, og slit umferðarmannvirkja, afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. „Eftir því sem hraði eykst þá hækkar þetta allt saman,“ segir Andrés. Hann tekur telur hækkun hámarkshraða fara í öfuga átt við almenna þróun í heiminum. Í Hollandi hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraða. „Mér var til dæmis bent á að í Hollandi hefði hámarkshraði verið lækkaður núna í haust á hraðbrautum úr 120 eða 130 niður í 100 kílómetra hraða. Það var eftir greiningu sem leiddi í ljós að þetta væri mjög áhrifarík leið til að bæði draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en líka til að minnka slys og draga úr viðhaldsþörf á vegunum. Það er í sjálfu sér ekkert ný uppfinning því í olíukreppunni ´74 lækkaði Nixon hámarkshraða í Bandaríkjunum til að spara olíu.“ Þá vill Andrés einnig vita hvaða áhrif það hefði ef afnumin yrði undanþága til hærra hraðamarka en 50 km/h inna þéttbýlis. „Það er eitthvað sem við mættum alveg fara að ræða, sérstaklega á gráu dögunum sem eru farnir að vera dálítið algengir á veturna, þar sem að svifryksmengun fer upp úr öllum mörkum. Hvort að þessi 80 kílómetra hámarkshraði sem er á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins. Hvort hann sé að skila nægilegum ábata í afkastagetu. Hvort að umferðin sé í rauninni að fara það mikið skilvirkar á milli staða að það réttlæti þau auknu mengun sem fylgir hraðanum,“ segir Andrés. Hann hefur einnig skrifað grein á vísi um málið. Losun frá vegasamgöngum er mikil og stjórnvöld geti haft mikil áhrif þar á. Með því að hækka hámarkshraða er losun aukin.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 15. desember 2019 12:30