„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 19:00 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“ Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira