Konur „óumdeilanlega betri“ en karlar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 08:43 Barack Obama fór um víðan völl á fundi sínum í Singapúr. skjáskot Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama. Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama.
Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira