Lýsir ábyrgðarlausu tali í kjölfar ofsaveðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 16:00 Tryggvi Felixson er formaður Landverndar. Landvernd Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar sem telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. „Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum,“ segir í yfirlýsingunni. Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi.vísir/egill Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun sé ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hafi í því sambandi lagt áherslu á að auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafi gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna. „Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki,“ segir í yfirlýsingunni. „Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.“ Frá Sauðárkróki í síðustu viku.Vísir/JóiK Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins eru því villandi málflutningur að mati Landverndar. „Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80% raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.“ Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valdi skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fari vaxandi. „Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.“ Auður Anna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar en í stjórn sitja Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og leiðsögumaður, Áskell Þórisson, Erla Bil Bjarnardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og leiðsögumaður, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar sem telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. „Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum,“ segir í yfirlýsingunni. Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi.vísir/egill Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun sé ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hafi í því sambandi lagt áherslu á að auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafi gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna. „Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki,“ segir í yfirlýsingunni. „Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.“ Frá Sauðárkróki í síðustu viku.Vísir/JóiK Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins eru því villandi málflutningur að mati Landverndar. „Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80% raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.“ Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valdi skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fari vaxandi. „Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.“ Auður Anna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar en í stjórn sitja Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og leiðsögumaður, Áskell Þórisson, Erla Bil Bjarnardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og leiðsögumaður, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira