Gleðileg jól eða hvað... Bryndís Jónsdóttir skrifar 17. desember 2019 08:00 Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Skóla - og menntamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun