Afþakkar hjálp ASÍ við að meta hvort björgunarsveitirnar séu misnotaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 11:00 Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í síðustu viku í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Vilhelm Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“ Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira