Helsti talsmaður rafretta hér á landi hlýtur dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 16:16 Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir telur rafrettur byltingarkennt tækifæri til að útrýma tóbaksreykingum og bjarga þannig mannslífum. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira