Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 19:15 Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór. Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór.
Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15
Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00