Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Eiður Þór Árnason skrifar 18. desember 2019 21:54 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk í kvöld og er nú komin spenna á línuna, samkvæmt upplýsingum frá RARIK en RÚV greindi fyrst frá. Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. Unnið hefur verið að viðgerðum á Dalvíkurlínu frá því að hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Varðskipið Þór var í síðustu viku sent til Dalvíkur til að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar línan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og var ástand víða slæmt. Greint hefur verið frá því að um 30 stæður hafi verið skemmdar á Dalvíkurlínu, sem liggur milli Akureyrar og Dalvíkur. Landsnet greinir frá því að viðgerðir muni halda áfram á Kópaskerslínu og Fljótdalslínu. Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu síðasta sólarhringinn. 11. desember 2019 18:15 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk í kvöld og er nú komin spenna á línuna, samkvæmt upplýsingum frá RARIK en RÚV greindi fyrst frá. Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. Unnið hefur verið að viðgerðum á Dalvíkurlínu frá því að hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Varðskipið Þór var í síðustu viku sent til Dalvíkur til að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar línan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og var ástand víða slæmt. Greint hefur verið frá því að um 30 stæður hafi verið skemmdar á Dalvíkurlínu, sem liggur milli Akureyrar og Dalvíkur. Landsnet greinir frá því að viðgerðir muni halda áfram á Kópaskerslínu og Fljótdalslínu.
Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu síðasta sólarhringinn. 11. desember 2019 18:15 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu síðasta sólarhringinn. 11. desember 2019 18:15
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17